Guðmundsdætur! » Guðmundsdætur ?

Guðmundsdætur ?

Þú spyrð þig eflaust, hverjar eru þessar Guðmundsdætur.. ?
Við erum tvær stelpur sem búa í litlum bæ í Noregi sem ber nafnið Geilo. Ef til vill hefðum við aldre flutt hingað fyrir utan það að við göngum í skíðamenntaskóla í krúttlega bænum okkar. Við erum afskaplega lífsglaðar en getum samt verið brjálaðar út í hvor aðra:) Við eigum ekki sama pabbann en svo skemmtilega vill til að þeir bera báðir nafnið Guðmundur og eru báðir alveg bráðskemmtilegir. Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir og María Guðmundsdóttir heitum við. Við erum frekar ólíkar, en eitt finnst okkur ótrúlega skemmtilegt, og það er að skíða.