Guðmundsdætur! » Sarpur » Lifid er gott!

Lifid er gott!

Buið að vera mikið að egera en ég er bara buin að vera í skólanum og á æfingum, var reyndar veik í síðustu viku svo var aðeins minna af æfingum en ég er vön! Á föstudaginn síðasta fór ég með henni Kötu og Írisi til Kongsberg, við gistum þar í eina nótt og á Laugardeginum fórum ég og Kata í Sandvika Storcenter að shooppa!! mjög gott að komast frá Geilo og shoppa aðeins. Keyptum jólagjafir fyrir vini og fjölskyldu og ég keypti mér líka eitt stk. IPHONE!!! svo sátt! en fæ hann í jólagjöf þannig ég verð bara að bíða með óopnaðann iphone á heimilinu! :/ crap! síðan þegar við Katie vorum að keyra heim, þá gleymdum við aularnir að beygja eitthversstaðar í Drammen og keyrðum bara til Larvik, sem er 88 km frá Drammen! óguð, fórum í gegnum hlið þar sem við þurftum að borga og allt, og í gegnum ótrúlega mörg göng en föttuðum aldrei að við værum sko á vitlausum vegi fyrr en það voru 5 km til Larvik, GREAT! allavega keyrðum við svo til Kongsberg 84 km frá Larvik, þannig við keyrðum eiginlega tvisvar heim til Geilo þennan dag! ótrúlegt, loksins komumst við til Kongsberg og stoppuðum þar stutt og héldum svo áfram til Geilo. Þegar eg kom heim kl 11 um kvöldið var ég dauð, kom inn og beint upp í rúm! haha:) Svo á Sunnudeginum var bara slappað af og frískíðað smá með Erlu og Fridu. Bakaði líka tvö bananabrauð, eitt fyrir mig og eitt fyrir Hauk og Dísu á efri hæðinni!:) Núna er bara skóli og æfingar á næstunni eða 3 próf og 4 mót næstu vikuna!! hlakka mikið til þegar prófin eru búin:) Hlakka ennþá meira til mótanna um helgina:) Svo þegar Geilo mótin eru búin þá er vika í heimferð hjá mér til Íslands:) mikið að gerast næstu tvær vikurnar! en allavega, ætla halda áfram að læra fyrir stærðfræði próf sem ég vonast til þess að rústa!!!

[youtube= http://www.youtube.com/watch?v=a5V7c_W85-8]

LAG VIKUNNAR!:), heyrði það hjá henni Drude í bekknum:)
LATER, Fanneey:)Engin ummæli við “Lifid er gott!”

Lokað er fyrir ummæli.