Guðmundsdætur! » Sarpur » Ferðalag!

Ferðalag!

Jæja þá var ég að detta inn á hótelherbergi í Trysil, eftir sjúkan dag í gær.. lærði helling og preppaði ennþá meira! ekki nema 6 pör af skíðum!! en allavegana..Löggðum af stað um hádegi frá Geilo borg áðan og keyrðum mjöög lengi, og já mér tókst að verða bílveik á leiðinni og var við það að ÆLA! en ég lifði af sem betur fer :)
Annars er það fyrsta mót á útivelli á mrg og elsku besta fanney mín þurfti að vera eftir heima þar sem henni var illt í bakinu og eitthvað slööpp! vonum að hún verði frísk sem fyrst <3

Planið er svo að keppa í tveim strórsvigum í Trysil, á morgun og hinn! Btw þá fórum við stelpurnar á spes fund með þjálfaranum áðan þar sem hann var að segja að þetta væri mjög erfiður bakki, sjúklega hart og það væri bara að berjast í gegnum þetta! og það er eitthvað sem ég ÆTLA að gera.. og já ég ætla að standa mig vel.
En þetta er sterkt mót þannig.. reikna með að starta pínu aftalega!
Svo er það fyrsti E-cup-inn á ævinni næstu helgi! ég verð eina stelpan frá íslandi sem keppir! ætla að keppa í einu stórsvigi og svo á eftir að ákveða hvort ég keppi í sg og sc! Get ekki beðið eftir að prófa e-cup, verður spennó!

Annars er fanney snúlla bara heima í geilo í skólanum.. ekki veitti mig af því reyndar! en ég verð bara að reyna að vera dugleg að læra hérna :)

Svo þarf ég að fara að hugsa um jólaleiðangur, þar sem ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafir!
geri það bara þegar ég kem heim úr ferðaleginu mikla! :)

-María!

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=Yx4KoRbh0cE]Ein ummæli við “Ferðalag!”

  1. Hey sætust!
    Gangi þér rooooosalega vel & láttu mig svo vita hvernig gengur!

    sakna þín alveg rosalega mikið :-(

    Karen Björk | 19.12 þann 28. nóvember, 2010