Guðmundsdætur! » Sarpur » Frábær keppnis helgi búin!

Frábær keppnis helgi búin!

Jæja þá er fyrsta keppnishelgin okkar búin!
ótrúlega gaman að byrja að keppa aftur og sjá hvernig maður stendur miðað við hinar stelpurnar eftir gríðalegt magn af æfingum í haust. Fystu mótin voru í geilo stórborginni miklu, og við því á heimavellii.
Við kepptum þrjá daga í röð og stóðum okkur með príði! sérstaklega í sviginu :) við bættum okkur báðar í punktum og erum við yfir okkur sáttar <3
OG þar sem keppnistímabilið er byrjað þá er ekki aftur snúið.. keppnir hægri vinsti og nánast enginn skóli sem er ekkert annað en jákvætt!

Svo í dag mættum við eldsnemma í skólann.. btw allt of erfitt að vakna! vorum í skólanum til þrjú eitthvað að þykjast að læra, gerðist voða lítið samt haha :) svo skelltum við okkur saman í matvörubúðina og heim að preppa skíðin! það eru svo tvö risasvigsmót á morgun í Hemsedal sem er klukkutími að keyra og við ætlum að vera mjööög hraðar ;)

Svo er ég bara að elska tilhugsunina að stilla vekjaraklukkuna mína á eftir 05:30! eitt það besta…
-og já við ætlum að reyna að vera duglegri að blogga :)

Hilsen María

Við uppá okkar besta!

[youtube= http://www.youtube.com/watch?v=IXdNnw99-Ic&feature=player_embedded]
setti inn link af mjög góðu lagi!Engin ummæli við “Frábær keppnis helgi búin!”

Lokað er fyrir ummæli.