Guðmundsdætur!

Lifid er gott!

Buið að vera mikið að egera en ég er bara buin að vera í skólanum og á æfingum, var reyndar veik í síðustu viku svo var aðeins minna af æfingum en ég er vön! Á föstudaginn síðasta fór ég með henni Kötu og Írisi til Kongsberg, við gistum þar í eina nótt og á Laugardeginum fórum ég og Kata í Sandvika Storcenter að shooppa!! mjög gott að komast frá Geilo og shoppa aðeins. Keyptum jólagjafir fyrir vini og fjölskyldu og ég keypti mér líka eitt stk. IPHONE!!! svo sátt! en fæ hann í jólagjöf þannig ég verð bara að bíða með óopnaðann iphone á heimilinu! :/ crap! síðan þegar við Katie vorum að keyra heim, þá gleymdum við aularnir að beygja eitthversstaðar í Drammen og keyrðum bara til Larvik, sem er 88 km frá Drammen! óguð, fórum í gegnum hlið þar sem við þurftum að borga og allt, og í gegnum ótrúlega mörg göng en föttuðum aldrei að við værum sko á vitlausum vegi fyrr en það voru 5 km til Larvik, GREAT! allavega keyrðum við svo til Kongsberg 84 km frá Larvik, þannig við keyrðum eiginlega tvisvar heim til Geilo þennan dag! ótrúlegt, loksins komumst við til Kongsberg og stoppuðum þar stutt og héldum svo áfram til Geilo. Þegar eg kom heim kl 11 um kvöldið var ég dauð, kom inn og beint upp í rúm! haha:) Svo á Sunnudeginum var bara slappað af og frískíðað smá með Erlu og Fridu. Bakaði líka tvö bananabrauð, eitt fyrir mig og eitt fyrir Hauk og Dísu á efri hæðinni!:) Núna er bara skóli og æfingar á næstunni eða 3 próf og 4 mót næstu vikuna!! hlakka mikið til þegar prófin eru búin:) Hlakka ennþá meira til mótanna um helgina:) Svo þegar Geilo mótin eru búin þá er vika í heimferð hjá mér til Íslands:) mikið að gerast næstu tvær vikurnar! en allavega, ætla halda áfram að læra fyrir stærðfræði próf sem ég vonast til þess að rústa!!!

[youtube= http://www.youtube.com/watch?v=a5V7c_W85-8]

LAG VIKUNNAR!:), heyrði það hjá henni Drude í bekknum:)
LATER, Fanneey:)

Ferðalag!

Jæja þá var ég að detta inn á hótelherbergi í Trysil, eftir sjúkan dag í gær.. lærði helling og preppaði ennþá meira! ekki nema 6 pör af skíðum!! en allavegana..Löggðum af stað um hádegi frá Geilo borg áðan og keyrðum mjöög lengi, og já mér tókst að verða bílveik á leiðinni og var við það að ÆLA! en ég lifði af sem betur fer :)
Annars er það fyrsta mót á útivelli á mrg og elsku besta fanney mín þurfti að vera eftir heima þar sem henni var illt í bakinu og eitthvað slööpp! vonum að hún verði frísk sem fyrst <3

Planið er svo að keppa í tveim strórsvigum í Trysil, á morgun og hinn! Btw þá fórum við stelpurnar á spes fund með þjálfaranum áðan þar sem hann var að segja að þetta væri mjög erfiður bakki, sjúklega hart og það væri bara að berjast í gegnum þetta! og það er eitthvað sem ég ÆTLA að gera.. og já ég ætla að standa mig vel.
En þetta er sterkt mót þannig.. reikna með að starta pínu aftalega!
Svo er það fyrsti E-cup-inn á ævinni næstu helgi! ég verð eina stelpan frá íslandi sem keppir! ætla að keppa í einu stórsvigi og svo á eftir að ákveða hvort ég keppi í sg og sc! Get ekki beðið eftir að prófa e-cup, verður spennó!

Annars er fanney snúlla bara heima í geilo í skólanum.. ekki veitti mig af því reyndar! en ég verð bara að reyna að vera dugleg að læra hérna :)

Svo þarf ég að fara að hugsa um jólaleiðangur, þar sem ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafir!
geri það bara þegar ég kem heim úr ferðaleginu mikla! :)

-María!

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=Yx4KoRbh0cE]

HRAÐABOLLUR!

LOKSINS getum við næstum kallað hvor aðra hraðabolluur! mjög sátt. Kepptum í Risasvigi í Hemsedal núna á þriðjudaginn og á miðvikudaginn var svig fyrir super combi. en þá er tíminn frá Risasvigi og Svigi tekinn saman. Mjög skemmtilegt. Okkur gekk misvel í Risasviginu en þetta var langur dagur á þriðjudaginn. Við vöknuðum kl 5:30 svo vorum við sótt kl 6 og keyrðum til Hemsedal. Þar keyrðum við tvær ferðir í Risasvigi(SG) og svo heim! vorum á ferðinni frá kl 6 um morguninn og komum heim kl 7 til Geilo. ótrúlegur dagur! Annars erum við á fullu núna að æfa, æfum Stórsvig núna í dag, fimmtudag og á mrg- föstudaginn. Það er orðið alveg ótrúlega kalt hérna í Geilo og hef ég heyrt það að veturinn í ár verði sá kaldasti síðustu 100 ár!! og við sem erum alltaf úti! vona bara að við frosnum ekki alveg í heel:) hehe! Næsta mót sem er á dagskrá er TRYSIL, en við keyrum til Trysil á Sunnudaginn og keppum Mánudag og Þriðjudag! svo verðum Maria sæta eftir í Trysil og fer til Kvitfjell að keppa í E-cup! skoo kjelluna!;)
Núna ættum við að fara segja eitthverjum fleirum frá síðunni því annars er ekkert vit í því að blogga!:D haha, allavega vil ég komment frá þér ef þú áttir þér leið inná síðuna okkar;)

HILS, Fanney:)

[youtube= http://www.youtube.com/watch?v=NkcrNAQbU2Q]

SVO MIKIÐ UPPÁHALD!<3

Frábær keppnis helgi búin!

Jæja þá er fyrsta keppnishelgin okkar búin!
ótrúlega gaman að byrja að keppa aftur og sjá hvernig maður stendur miðað við hinar stelpurnar eftir gríðalegt magn af æfingum í haust. Fystu mótin voru í geilo stórborginni miklu, og við því á heimavellii.
Við kepptum þrjá daga í röð og stóðum okkur með príði! sérstaklega í sviginu :) við bættum okkur báðar í punktum og erum við yfir okkur sáttar <3
OG þar sem keppnistímabilið er byrjað þá er ekki aftur snúið.. keppnir hægri vinsti og nánast enginn skóli sem er ekkert annað en jákvætt!

Svo í dag mættum við eldsnemma í skólann.. btw allt of erfitt að vakna! vorum í skólanum til þrjú eitthvað að þykjast að læra, gerðist voða lítið samt haha :) svo skelltum við okkur saman í matvörubúðina og heim að preppa skíðin! það eru svo tvö risasvigsmót á morgun í Hemsedal sem er klukkutími að keyra og við ætlum að vera mjööög hraðar ;)

Svo er ég bara að elska tilhugsunina að stilla vekjaraklukkuna mína á eftir 05:30! eitt það besta…
-og já við ætlum að reyna að vera duglegri að blogga :)

Hilsen María

Við uppá okkar besta!

[youtube= http://www.youtube.com/watch?v=IXdNnw99-Ic&feature=player_embedded]
setti inn link af mjög góðu lagi!

Keppni í GEILO

Margt hefur drifið á dagana og við ekkert búnar að blogga.. við erum þar á meðal búnar að skíða af okkur rassgatið síðustu vikuna, taka eitt létt/erfitt ‘’lokapróf'’ í Íslensku og svo á morgun erum við að fara keppa á fyrsta móti vetrarins. Erum alveg ótrúlega spenntar enda gott að koma keppnistímabilinu í gang. Við keppum næstu þrjá daga, 2 stórsvig og 1 svig. Í næstu viku keppum við svo i Hemsedal í Risasvigi og þar á meðal fær Fanney heimsókn frá Pabbs og Bjössa bró! Það verður æðislegt að fá þá tvo í heimsókn:) næstu vikurnar verður allavega mjög mikið að gera og áður en við vitum af verða komin jól! hehe:) annars ætlaði ég bara að hafa þetta stutt og laggottt:)

hils, Fanney!

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=iWOyfLBYtuU]

GEILO CITY

Nú erum við búnar að vera skíða í Geilo í mjög góðum aðstæðum. Snjórinn er reyndar allur framleiddur og ef það er of hlýtt þá getur verið erfitt að ná gripi í snjóinn þegar maður skíðar. Það er búið að vera frekar hlýtt en í næstu viku á að kólna þvílik, -9 gráður takk fyrir! Annars erum við búnar að skíða Stórsvig og Risasvig síðustu daga. Búið að ganga frekar vel hjá okkur báðum, sérstaklega í Risasvigi, en við höfum aldrei verið kallaðar hraðabollur fyrr en í dag af þjálfaranum okkar! Við urðum nú andskotti sáttar með það;) Annars er þessi vika buin að vera frekar þreytt með æfingum, skóla og prófum! á mrg eigum við próf í Samfunnsokonomi og erum við búnar að vera.. segjum bara ágætlega duglegar að læra á milli æfinga og skóla!annars ætlaði ég nu ekki að hafa þetta lengra..
Skellti einu myndbandi með uppáhaldslaginu okkar Maríu þessa dagana:)

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=LjhCEhWiKXk&ob=av2e]
peace and love, Fanney Guðmundsdóttir :)

Fyrsta bloggið :)

Heil og sæl öllsömul…

Við erum tvær stelpur, búsetter í Geilo í Noregi sem við viljum meina að sé stórborg! ;)
Hér munum við segja frá yndilsegum dögum, hvort sem það er í skíðabrekkunum eða góðum frídögum.  
Við eigum okkur voða lítið líf fyrir utan skíði. bloggin eiga eftir að vera á íslensku og smá sletta af norsku :)

 Njótið, xoxo gudmundsdætur!

Við uppá okkar besta!